Ef þú vilt geta fylgst með gangi mála á þinni vefsíðu og notast við tól sem hjálpa þér að vera með betri vefsíðu að þá gætu þessi ókeypis tól frá Google hjálpað þér.
1. Google Analytics
Google Analytics er fyrsta alvöru tólið sem kom frá Google. Það er hægt að gera mikið með google analytics en svona það helsta sem fólk notar það í er að:
– Fylgjast með heimsóknarfjölda á síðunni
– Greina frá hvaða löndum traffíkin þín er að koma
– Fá yfirlit yfir það hvaða lendingarsíður eru vinsælastar
– Fá yfirlit yfir það frá hvaða leitarorðum fólk er að koma inn frá
– Sjá hvernig fólk er að koma inn á síðuna þína (organic, direct, referral, social)
– Sjá skiptingu á heimsóknun niður á tölvur vs snjalltæki
2. Google Webmaster Tools
Google Webmaster er mest notaða tólið frá Google hjá þeim sem taka vefsíðuna sína alvarlega. Í þessu tóli kemur Google með allskonar ráðleggingar hvað mætti bæta varðandi síðuna og hún lætur þig einnig vita ef að þeir finna “malware” á síðunni þinni (óæskilegan kóða t.d. frá hökkurum og slíku)
Eitt af því sem er mjög skemmtilegt við Webmaster er að undir “search traffic” og svo “search analytics” að þá geturðu skoðað allar þær leitir (og hversu oft þú hefur komið fram) sem að vefsíðan þín birtist undir og þeir taka það einnig fram númer hvað í leitarniðurstöðunum þú ert að birtast hjá þeim.
Hérna eru t.d. leitarfjöldi og staðsetning á leitarorðum hjá einum af okkar viðskiptavini síðustu 90 daga (leitarorð hafa verið falin fyrir okkar viðskiptavin)

Það er svo einnig hægt að tengja Google Analytics við Google Webmaster
3. Google Adwords
Með Google Adwords geturðu sett upp auglýsingarherferðir með allskonar skilgreiningum (mjög öflugt tól). Þetta er mikið notað tól og sérstaklega af þeim sem skora lágt á leitarvélum eða eru nýjir í bransanum (en auðvitað nota stórir aðilar þetta líka þar sem að með því að auglýsa geturðu látið auglýsinguna þína birtast á fyrstu síðu og fyrir ofan “organic” niðurstöður).
Fyrir óvana getur notkun á Google Adwords virkað yfirþyrmandi en það er bara vegna þess að þeir bjóða upp á mikið af útfærslun og það er t.d. hægt að vera með margar mismunandi auglýsingaherferðir í gangi á sama tíma.
Eitt verkfærið sem er undir Google Adwords er Google Keyword planner en það er mjög gott til þess að fletta upp hinum ýmsum leitarorðum sjá hversu margir eru að leita að því og það er einnig hægt að fá hugmyndir að öðrum leitarorðum / leitarorðasamsetningum í gegnum Keyword planner.
4. Google Trends
Skemmtilegt tól frá Google sem gerir það sem það segir. Google Trends fylgist með hvað fólk er að leita að hverju sinni, hvað sé vinsælt ásamt því að sýna fram á tengd leitarorð. Google Trends er mjög gott að nota til þess að sanka að sér upplýsingum um það hvernig fólk er að leita og einnig til að sjá hvernig þú gætir nýtt þér það t.d. í þína vefsíðu (textaskrif, blogg, vörulýsingar osfrv)
Það er til aragrúi af allskonar tólum sem gætu hjálpað þér að fylgjast með gangi mála og leitarvélabesta vefsíðuna / netverslunina þína. Ef þú vilt fá aðstoð frá reynsluboltum að þá geturðu haft samband við okkur hjá Leitarvelabestun.com