Á meðan leitarvélar eins og Google halda okkur öllum á tánum varðandi breytingar á algorithma á sínum leitarvélum að þá hafa rétt leitarorð verið nokkuð stöðug fyrir þá sem vinna við leitarvélabestun og því er vert að kafa aðeins ofar í leitarorð fyrir þína vefsíðu / vefverslun.
Hvað er leitarorðagreining?
Leitarorðagreining snýr að því að skoða hvaða leitarorð eða leitarorðasamsetningar fólk notar í raun og veru á leitarvélum. Að vera vel upplýstur um raunverulegar leitir notenda hjálpar þér að forma strategíu um t.d. innihald/textagerð vefsíðunnar og einnig getur slíkt beint þér í rétta átt í markaðssetningu.
Svona til að súmma þetta upp að þá er leitarorðagreining einfaldlega eitt af því mikilvægasta sem þú getur gert til þess að hjálpa þér að finna ný tækifæri og skilgreina hvar/hvernig þú vilt staðsetja þig gagnvart leitarvélum.
Hvernig finnurðu réttu leitarorðin ?
Það er til aragrúi af ókeypis tólum til þess að finna réttu leitarorðin ásamt samsetningum sem gætu átt við hjá þér. Ef við gerum t.d. ráð fyrir því að þú sért kannski nú þegar í rekstri og ert að selja og/eða þjónusta vefsíður og netverslanir.
Fyrsta skrefið er þá að skilgreina nokkur orð sem eiga við hjá þér og í þessu dæmi skulum við bara segja:
– Vefsíðugerð
– Netverslun
– Vefverslun
– Vefsíða
– Heimasíða
Ef við setjum t.d. orðið Vefsíðugerð í eitt af þessum tólum að þá kemur það með upplýsingar og hugmyndir að nýjum orðum sem gefa þér kannski hugmyndir eða sem þú vilt kannski fókusera á í staðinn. Í þessu tilviki þá koma upp orð eins og heimasíðugerð, vefhönnun (sjá mynd)

Eins og sést á myndinni að þá eru orðið vefsíðugerð með sirka 260 leitir á google.is í hverjum mánuði og þar sjást einnig aðrar hugmyndir að öðrum orðum.
Næsta stig af leitarorðagreiningunni væri að skoða hugmyndir um samsetningar (og skoða raunverulegar leitir hjá fólki sem innihalda t.d. 2-6 orð). Úr þeirri rannsóknarvinnu geta komið raunverulegar setningar sem að fólk leitar að eins og t.d. :
– vefsíðugerð námskeið
– búa til vefsíðu
– vefsíðugerð verð
– vefsíðugerð wordpress
Það er svo hægt að fara í mun dýpri vinnu við leitarorð / leitarorðagreiningu en við látum staðar numið hér að sinni þar sem þetta er mjög góður byrjunarpunktur fyrir þá sem vilja skoða þessi mál.
Ef þig vantar aðstoð við leitarorðagreiningu að þá ekki hika við að setja þig í samband við okkur.